RÓANDI SKRÚBBUR FYRIR ÞURRAN OG VIÐKVÆMAN HÁRSVÖRD
Hreinsar hárið á áhrifaríkan hátt svo hárið fær heilbrigt yfirbragð og hársvörðurinn slökun og mýkt
- OJOBA PERLUR OG BÖRKUR AF SÆTRI APPELSÍNU innihalda hreinsandi agnir. Bæði efnin stuðla að áhrifaríkri hreinsun með því að vinna að því að fjarlægja dauðar húðfrumur og óhreinindi.
- SALISILSÝRA eykur heilbrigði hársvarðarins, en hún er þekkt sem hefðbundið kínverskt lyf, sérstaklega til meðferðar við húðvandamálum,
- VITAMIN B5 nærir hárið og kemur í veg fyrir þurrk.
VAL Á INNIHALDSEFNUM. Jojoba perlur og börkur af sætri appelsínu eru valin vegna þess hversu vel þau hreinsa hárið á mildan hátt. Þau stuðla að hreinsun með því að fjarlægja dauðar húðfrumur og önnur óhreinindi. Appelsíunubarkarduft er úr appelsínum ræktuðum í Marokkó og á Spáni og jojoba perlur úr náttúrulegri jojoba olíu. Perlurnar eru búnar til í sérstöku ferli þar sem laxerolíu og jojobaoliu er blandað á ákveðinn hátt.
Hvað er hársvarðarskrúbbun?
Nýjasta leiðin okkar í hárumhirðu! Við höfum alltaf verið mjög meðvituð um heilbrigði hársvarðar sem undirstöðu heilbrigðs hárs. Viðhaltu heilbrigðum hársverði með smá hjálp frá hreinsandi skrúbbi sem örvar svitaholurnar. Hárið mun komast í sitt besta ástand.
Skrúbbun er ferli þar sem dauðar húðfrumur eru fjarlægðar af yfirborði húðarinnar. Þá kemur nýrri og líflegri húð í ljós. Þrátt fyrir að líkaminn endurnýji húðfrumurnar á náttúrulegan hátt þá getur ferlið verið hægt og ójafnt. Skrúbbur utanfrá hjálpar frumunum í þessu mikilvæga ferli. Hann fjarlægir fitu, flösu og óhreinindi sem hafa safnast saman. Hann hreinsar hársvörðinn við eiturefni og örvar náttúrulega endurnýjun hans svo hárið verður meira glansandi og fær aukna lyftingu. Áhrifin eru sýnileg frá rót og að enda hársins.
Skrúbbun er einfalt ferli en veitir þér dásamlega tilfinningu. Notaðu það í stað sjampós þá daga sem þú velur að veita hárinu þessa meðferð.
Hversu oft ætti ég að nota skrúbb í hárið?
Best er að nota hreinsandi skrúbb í hárið einu sinni í viku sem djúphreinsandi meðferð (ekki oftar en tvisvar í viku). Það er þá líka kjörinn tími til að bera í hárið djúpnærandi maska. Gefðu þér tíma í hverri viku og það mun bæta ástand hársins út alla vikuna.
Er hreinsiskrúbbur harkalegur fyrir hárið og hársvörðinn?
Hvorug meðferðin er harkaleg ef hún er notuð hæfilega (ekki oftar en tvisvar í viku). Hreinsandi skrúbbur getur nýst öllum hárgerðum, meira að segja þurru eða viðkvæmu hári. Báðir skrúbbarnir losa um óhreinindi við hárræturnar. Hárið vex hraðar. Ef hárið er upplitað eða skemmt þá endurheimtir það fyrra heilbrigði sitt.


