Revitalash var stofnað árið 2006 þegar Revitalash Advanced augnháraserum var sett á markað. Hugmyndafræðin að baki vörunum byggir á reynslu þeirra sem farið hafa í gegnum lyfjameðferð við krabbameini en Dr.Brinkenhoff, stofnandi fyrirtækisins ákvað að þróa vörur til að örva hárvöxt eftir hármissi en eiginkona hans var þá í meðferð vegna brjóstakrabbameins.

Revitalash hefur frá upphafi verið stoltur styrktaraðili rannsókna á brjóstakrabbameini og stutt vitundarvakningu á sjúkdómnum. 

Í dag er RevitaLash leiðandi vörumerki þegar kemur að augnhára- og augabrúnaserumi og hefur unnið til fjölmargra verðlauna hjá vinsælustu tímaritum heims eins og InStyle, Glamour, Bazar og fleirum.